23. febrúar 2025

BIM festival óskar eftir umsóknum

Alþjóðlega tónlistarhátíðin BIM hefur verið haldin í Bydgoszcz í Póllandi frá árinu 1977 fyrir börn og ungmenni alls staðar að úr heiminum.
Hátíðin í ár er haldin í 43 sinn og er tileinkuð ungum listamönnum sem vilja sýna hæfileika sína og tengjast listafólki frá öðrum löndum. Hún skapar vettvang til að kynnast menningu og hefðum ýmissa þjóða, veitir tækifæri til að byggja upp alþjóðleg tengsl og mynda dýrmæt sambönd.

Í sumar mun hátíðin fara fram dagana 28. júní til 2. júlí.
Dans-, söng- og tónlistarhópar fá tækifæri til að sýna verkin sín í í fallegu, sögulegu umhverfi borgarinnar og eiga möguleika á að vinna verðlaunagrip BIM, Gullnu Styttuna.
Á meðan á BIM stendur tekur listafólkið einnig þátt í listamiðjum undir leiðsögn framúrskarandi sérfræðinga.

Þátttakendur geta verið:

  • Þjóðdansahópar (með fylgd þjóðlagahljómsveita)
  • Big Bands
  • Lúðrasveitir
  • Strengjasveitir
  • Kórar og sönghópar
  • Kammersveitir
  • Djasssveitir
  • Aðrir hljóðfærahópar sem flytja mismunandi tegundir tónlistar

Skilmálar og skilyrði fyrir þátttöku í hátíðinni:

  • Fjöldi flytjenda – frá 3 til 30 manns (að undanskildum leiðbeinendum).
  • Hver hópur skal hafa efnisskrá sem skal vera 15 – 30 mínútur án hlés.
  • Notkun fyrirfram tekinna upptaka eða hálf-playback er bönnuð.
  • Ekki er heimilt að breyta efnisskránni nema með fyrirfram samþykki listráðsins.
  • Þátttakendur mega ekki vera eldri en 30 ára
    (með undantekningu fyrir þjóðlagahljómsveitir sem fylgja þjóðdansahópum).
  • Skráningargjald fyrir hvern þátttakanda er 120€
  • Leiðbeinendur / kennarar og bílstjórar greiða ekki gjald.
  • Skráningargjaldið inniheldur fullt fæði og gistingu á heimavistarskólum meðan á hátíðinni stendur.
  • Að ósk þátttakenda getur skipuleggjandi boðið upp á fulla gistingu og fæði á hærra þjónustustigi. Þá er skráningargjaldið 290€ (gistiheimili) eða 390€ (hótel).
  • Þátttakendur bera sjálfir kostnað af ferð til og frá Bydgoszcz.
  • Á meðan á hátíðinni stendur munu skipuleggjendur útvega flutning fyrir hljóðfæri og búninga.
  • Hver hópur sem tekur þátt í keppninni verður að flytja eitt verk eftir pólskt tónskáld.
    (Hægt er að velja sjálfstætt eða úr lista sem er aðgengilegur á opinberu vefsíðu hátíðarinnar).

Listráðið hefur ákvörðunarvald um hvaða þátttakendur eru gjaldgengir í keppnina.
Umsóknarfrestur er til 31. mars.
Á heimasíðu BIM er hægt að kynna sér verkefnið nánar og sækja um fyrir sumarið 2025 með því að smella hér.

Í gegnum tíðina hafa BIM hýst fjölda evrópskra hópa frá Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Frakklandi, Finnlandi, Georgíu, Þýskalandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Litháen, Lettlandi, Makedóníu, Portúgal, Rúmeníu, Skotlandi, Serbíu, Slóvakíu, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi, Úkraínu og auðvitað Póllandi. Þau hafa einnig fengið hópa frá öðrum heimsálfum, svo sem Brasilíu, Kína, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku, Singapúr og Bandaríkjunum.