Það var líf og fjör í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi í dag þegar List fyrir alla hóf formlega vetrarstarfið með því að danshljómsveitin Milkywhale spilaði fyrir 526 grunnskólanemendur í 1.-10. bekk.
Hljómsveitin Milkywhale skipa danshöfundurinn og söngkonan Melkorka Sigríður Magnúsdótttir og tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson.
Í næstu viku halda þau félagar á Norðurvesturland og í framhaldinu á Snæfellsnes, Borgarnes og Akranes. Það verður því góður fjöldi af börnum sem fá að njóta tónlistar og dans og vonum við innilega að allir skemmti sér vel.
List fyrir alla óskar Melkorku og Árna góðrar ferðar.