1. maí 2017

Umsóknir í List fyrir alla

Auglýst var eftir umsóknum í List fyrir alla. Alls bárust 59 umsóknir og erum við einstaklega þakklát fyrir þann áhuga sem listafólk og menningarstofnanir sýna verkefninu.

Valnefnd hefur þegar hist þrisvar sinnum og þarf lengri tíma til að klára að fara yfir allar umsóknir. Við verðum því miður að fá lengri frest til að ljúka þessu vel og faglega.

Öllum umsóknum verður svarað  eins fljótt og mögulegt er.

List fyrir alla Lækjargata 3 101 Reykjavík +354 789 0749 info@listfyriralla.is