After the Fall Ópera

After the Fall

„After the Fall“ er óperískt stykki eftir Helga Rafn Ingvarsson og Rebeccu Hurst. Tónheimurinn er stór og öflugur, og það verður mikið líf og fjör á sýningum. „After the Fall“ fjallar um það, bæði í orðum og tónum, hvernig tónlist getur haft áhrif á okkur á taugafræðilegan jafnt sem og á tilfinningalegan máta. Sögumaður leiðir áhorfendur í gegnum sýninguna og hjálpar þeim að öðlast aukinn skilning á því hvernig tónlist og drama getur runnið saman í óperum og söngleikjum, sem eykur menningarlæsi. Óperan segir sögu sópran söngkonunnar Evu sem, eftir alvarlegt höfuðhögg, hefur misst tilfinninguna fyrir tónlist og þ.a.l. eiginleikann til að flytja tónlist á hefðbundinn hátt. Læknirinn sem annast hana er mikill aðdáandi Evu og þá sérstaklega upptöku hennar af ítölsku aríunni „Ecco mormorar l’onde“ og hlustar hann á þá plötu af og til í gegnum óperuna (en sú aría er samin af Helga Rafni Ingvarssyni í stíl 19. aldarbel canto). Læknirinn er mjög spenntur fyrir þessu einstaka tilfelli. Hann vonast til þess að hann geti endurgoldið virðingu vísindasamfélagsins með því að kynna fyrir þeim farsælar niðurstöður meðferðar sinnar á Evu, en fljótt kemur í ljós að verkefnið að skilja milli hins tilfinningalega og hins taugafræðilega í ástandi Evu (og í tónlist almennt) er ekki auðvelt verk. Verkið endar með því að Læknirinn, með vanbúna minnispunkta og yfirbugaðan sjúkling, flytur fyrirlesturinn með nokkuð kómískum tilbrigðum, en tragískum afleiðingum.

 

Upplýsingar
Hvað

After the fall

Hvenær

10. mars: kl. 9:30 og kl. 11:00, 11. mars: kl. 9:30, 11:00 og 12:30

Hvar

Höfuðborgarsvæðið

Hverjir

Helgi Rafn Ingvarsson sögumaður
tónskáld
raftónlistarmaður
tónlistarstjóri
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngvari
Gunnar Guðbjörnsson söngvari
Helen Whitaker flautuleikar

Aldurshópur

7. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

myrkvaður salur, ljósabúnaðu með ljósaborði, hljóðkerfi, skjávörpun/myndvarpi

d