Uppljómunargarðurinn Dans

Uppljómunargarðurinn

Afslöppuð sýning fyrir börn með sérþarfir í samstarfi við Guluhlíð og Listahátíð í Reykjavík

Uppljómunargarðurinn er alltumlykjandi, listræn upplifun. Sýningin höfðar til allra skilningarvita og gestum býðst að hreyfa sig um rýmið og kanna það að vild, njóta ólíkra sjónarhorna, vera virkir þátttakendur eða slaka á.

Við gerð innsetningarinnar var innblástur sóttur í form úr lífríkinu og gestir koma inn í einstaka veröld þar sem saman fléttast hreyfing og dans, tónlist og hljóð, sjónræn örvun og snerting sem og náttúrulegur ilmur. Form og hljóð þessa forvitnilega heims vekja forvitni gesta og hvetja til könnunarleiðangra en hið friðsæla, örugga og innilega rými gefur þeim einnig færi á að njóta í kyrrð og ró.

Dalija Acin Thelander er kóreógraf og listakona búsett í Stokkhólmi sem unnið hefur til verðlauna fyrir brautryðjendastarf sitt við sköpun innsetninga fyrir börn. Hún hefur ferðast víða um heim og boðið börnum og fullorðnum inn í sinn frumlega heim.

Fullorðnum gestum er boðið að styðja og fylgja börnunum um sýninguna og eiga með því sameiginlega upplifun. Til að mæta ólíkum þörfum barna sem og fullorðinna er hægt að heimsækja innsetninguna hvenær sem er innan þeirra þriggja klukkustunda sem viðburðurinn varir.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn er ætlaður börnum með sérþarfir.

Hugmynd, danshöfundur, ljós, sviðsmynd: Dalija Acin Thelander

Í samvinnu og flutt af: Noah Hellwig, Dalija Acin Thelander

Lengd: 3 klst

Upplýsingar
Hvað

Dans (aukasýning hugsuð fyrir börn með sérþarfir)

Hvenær

Júní 2022

Hvar

Tjarnarbíó

Hverjir

Dalija Acin Thelander
Noah Hellwig

Aldurshópur

Börn með sérþarfir

Aðstaða og tækni

Dökkur hjólastóll, óháð tungumáli, hentar heyrnaskertum, hentar sjónskertum.