Velkomin

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.

Hér á heimasíðu List fyrir alla má finna:
– Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
– Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
– Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

Stefnt er að því að yfir tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.

Lesa Meira

Yfirlit yfir listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða

Menning fyrir og með börnum - menning sköpuð af börnum

Barnamenning

Barnamenningu er oft skipt í þrjá flokka:

(a) menning fyrir börn, (b) menning með börnum og (c) menning sköpuð af börnum.

List fyrir alla leggur megináherslu á menningu fyrir börn og menningu með börnum.

Áherslan er á listamanninn/mennina sem búa til og skapa listverkefni fyrir börn annars vegar og með börnum hins vegar.

Menning sköpuð af börnum er stundum nefnd leikjamenning barna. Það er sú menning sem verður til innan barnahópsins í umhverfinu, oft sjálfsprottin og án tilstuðlunar hinna fullorðnu.

Lesa Meira