14. nóvember 2025

Táknmálseyjan: Riddarar kærleikans

Þann 6. nóvember, heimsóttu Táknmálseyjubörnin forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, á Bessastaði. Táknmálseyjubörnin frumsýndu hér á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra táknmálsútgáfu lagsins “Riddari Kærleikans” í þýðingu Kolbrúnar Völkudóttur.
Höfundar lagsins eru þær Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir – lagið er sungið á íslensku af GDRN.
Verkefnið unnið af Samskiptamiðstöð í samstarfi við List fyrir alla og er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.