12. mars 2019

Fræðakistillinn á ferð og flugi.

Fræðakistillinn snýr aftur: Nemendur í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði fengu á dögunum að láni fræðakistil í eigu Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfells.
Kistillinn var smíðaður árið 2008 og hefur að geyma margs konar verkefni tengd eðlisfræði sem hægt er að skoða út frá sjónarhorni myndlistar og sköpunar. Veturinn 2008-2009 ferðaðist kistillinn á milli grunnskóla á Austurlandi og hlaut góðar undirtektir. Hann hefur síðan þá verið geymdur á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði en var nýverið virkjaður í samstarfi við List fyrir alla og er núna á ferðalagi á milli skóla á Austurlandi.