Glæsilegur hópur listamanna mætti í mennta- og menningarmálaráðuneytið í liðinni viku og fór yfir fyrstu skrefin hjá List fyrir alla. Suður um höfin og Eldbarnið leggja af stað í sína fyrstu ferð mánudaginn 3. október. Það er krakkarnir í grunnskólanum í Hveragerði sem hlýða á hljóðfæraleikarana Ásgeir, Hauk og Kristófer flytja tónlist frá Suður-Ameríku. Hólmvíkingar fá gesti úr öllum áttum, krakkana frá Búðardal að sunnan, Reykhólarbörnin að vestan og Finnbogastaða og Drangsnesstrandakrakka úr norðri. Saman horfa þau á sýningu Möguleikhússins á Eldbarninu.
Haustið er byrjað, verkefnin rúlla af stað eitt af öðru og List fyrir alla þakkar frábærar viðtökur bæði hjá skólastjórnendum og listafólki. healthy male