10. september 2017

Gull og grjót heimsækir Vesturland.

Í vikunni 11- 15. september frá nemendur Vestfjarða innsýn í heim arkitekta og hönnuða.
Verkefnið byggir listrænni nálgun, um hvernig horfa má út fyrir rammann og endurskoða fyrirframgefnar hugmyndir. Forvitni nemenda er örvuð og þau hvött til að lifa sig inn í aðstæður og smíða sögur. Í lokin eiga sér stað lýðræðislegar umræður og skoðanaskipti.

Verkefnið spannar einn skóladag þar sem nemendur kynnast því að vinna með form og með rými, efni og list þannig að sem flestum líði vel. Þeir kanna og leggja mat á skólalóðina sína í þeim tilgangi að greina gæði hennar og galla, og velta upp hugmyndum um mögulegar umbætur sem hægt væri að ráðast í.

Listakonurnar eru þær Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir hönnuður.

List fyrir alla óskar þeim Guju Dögg og Maríu Sjöfn góðrar ferðar og nemendum  og starfsfólki skólanna góðrar skemmtunar í vikunni.