List fyrir alla í samstarfi við Norræna húsið býður grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis á eftirfarandi viðburði:
SKUGGINN er sígilt ævintýri eftir H.C. Andersen frá árinu 1847 og birtist hér í nýstárlegri túlkun með nýjum íslenskum texta. Flytjandi og klarinettuleikari er Daninn Fritz Gerhard Berthelsen
Sýningar fóru fram í grunnskólum Reykjavíkur 11. 12. 13. 14. september 2018
DÓMUR VÖLVUNNAR er barna og ungmennaópera eftir Huga Guðmundsson.
Dómur Völvunnar fjallar um framtíðarangist og framtíðarvon. Veröldin stendur á barmi heimsendis og mannfólkið ákallar Völvuna í von um hjálp. Óperan er flutt á dönsku en íslenskur söngsögumaður mun miðla söguþræði til áhorfenda.
Sýningar fóru fram í Norræna húsinu kl. 9.30 og 11.00 þann 20. 21. september 2018.
Umfjöllun Landakotsskóla um Dóm Völvunnar
BARNABÓKAFLÓÐIÐ er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á grunnskólaaldri sem býður upp á ferðalag um furðuheim barnabókmenntanna.
Boðið verður upp á smiðju í Norræna húsinu og eru eftirtaldar dagsetningar í boði.
15. 16. 17. 24. 25. 29. 30. 31. október. 5. 6. 7. nóvember 2018 frá 9.00 -11.00 eða 10.00 – 12.00
Aldur: 4. bekkur
Skráning: info@nordichouse.is