20. nóvember 2018

Menningarmálaráðherra Eistlands heimsækir List fyrir alla

Menningarmálaráðherra Eistlands, Mr. Indrek Saar ásamt föruneyti fékk ítarlegar upplýsingar um List fyrir alla þegar þau komu í heimsókn í Gimli. Mr Saar var staddur hér á landi til að kynna sér stöðu ungmenna hvað varðar tómstundir og afþreyingu og annað forvarnarstarf sem Ísland er farið að verða þekkt fyrir.

Hópurinn kom hingað eftir fund sinn við mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, Lilju Dögg Alfreðsdóttur og eftir okkar fund héldu þau á fund rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar.

List fyrir alla þakkar þeim fyrir komuna.