14. nóvember 2025

Niðurstöður Svakalegu lestrarkeppninnar

Tæplega 17 þúsund börn í 1.-7. bekk í 90 skólum um land allt tóku þátt og lásu í nær 10 milljón mínútur á einum mánuði, eða í 161.539 klukkustundir.

Melaskóli sigraði Svakalegu lestrarkeppnina 2025 og tók á móti verðlaunum í síðustu viku; Viðurkenningarskjali sem Svakalegasti lestrarskóli landsins 2025 og veglegum bókaverðlaunum frá íslenskum bókaforlögum. Þar lásu börnin í heilar 929.962 mínútur á tímabilinu 15. september til 15. október 2025.

Við þökkum Evu Rún og Blævi fyrir yndislegt samstarf og erum þakklát öllum krökkunum sem tóku þátt, skólastjórnendum, kennurum, bóksafnskennurum og starfsfólki skólanna. Þakkir fá bókaforlögin Salka, Bókabeitan, Drápa, Angústúra og Forlagið sem gáfu glænýjar bækur í vinning.