Sunnudaginn 4. september kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð og leikföng einsog þau sem börn léku sér með fyrr á öldum. Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir!