BarnaBærinn Listasmiðjur

BarnaBærinn

Hvað ef börnin fengju að ráða? Sviðslista-vinnusmiðja og sýning þar sem krakkar fá rými til að búa til sitt eigið drauma-samfélag.

BarnaBærinn er listavinnusmiðja fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára, leidd af sviðslistakonunum Hrefnu Lind og Salvöru Gullbrá. Markmið smiðjunnar er að nota aðferðir sviðslista til að búa saman til heim þar sem krakkar ráða öllu í stað fullorðinna.

Vinnusmiðjan miðar að því að gefa krökkum verkfæri og rými til að búa til sitt eigið drauma-samfélag. Með hópi þeirra krakka sem taka þátt á hverjum stað þróum við hugmyndir þeirra um hvernig bærinn þeirra ætti að vera, og í lok smiðjunnar framkvæmum við hugmyndirnar í formi gjörnings sem tekur á sig ýmsar myndir eftir því hvernig hópurinn er samsettur í hvert sinn, en með það markmið að fá fullorðna inn sem áhorfendur og leika okkur að valdahlutverkunum á milli fullorðinna og barna.  Hugmyndirnar að þessum þátttöku-gjörningum verða þróaðar í algjörri samvinnu við börnin í anda Krakkaveldis, og hafa að markmiði að láta drauma krakkanna rætast. Hvað hefur þau alltaf langað að prófa? Hvernig vilja þau hafa samfélagið í kringum sig? Hvað vilja þau gera við foreldra sína (sem yfirleitt ráða öllu), hvernig vilja þau “breyta” þeim? Og samfélaginu um leið.

Upplýsingar
Hvað

Krakkaveldi

Hvenær

September 2022

Hvar

Snæfellsnes

Hverjir

Hrefna Lind Lárusdóttir
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Aldurshópur

3. - 5. bekkur

Aðstaða og tækni