Mannfræði fyrir krakka Myndlist

Mannfræði fyrir krakka

Hvernig hafa börn og fullorðnir það annars staðar í veröldinni? En í gamla daga? Og framtíðinni?

Gætum við kannski haft hlutina öðruvísi? Hvernig myndi ég vilja hafa þá? Hvað er land? Hvernig myndi ég vilja hafa mitt land?

Vinnusmiðan Mannfræði fyrir krakka byggir á mikilvægi þess að hvetja börn og ungt fólk til að nýta eigin sköpunarkraft, beita gagnrýnni hugsun og draga sjálfstæðar ályktanir um eigið samfélag. Ekki síst eru þau hvött til að ímynda sér hið (ó)mögulega og velta fyrir sér merkingu hinna ótal þátta sem að koma saman í menningu okkar.

Krakkarnir fá efniðvið til að vinna út frá – upplýsingar um mannleg samfélög sem ögra ímyndunaraflinu og virka sem kveikjur fyrir þeirra eigin sköpun. Þau vinna svo myndir og texta þar sem þau skapa sinn eigin heim, samfélag og lögmál. Þeim heim eru engin takmörk sett.

Að lokinni smiðju verður sett upp sýning á afrakstri smiðjunnar í samvinnu við skólann.

Smiðjan er í tenglsum við þróun á nýrri útgáfu í bókaröðinni Mannfræði fyrir krakka (e. Anthropology for Kids) sem áformað er að gera aðgengilega fyrir íslensk börn. Auk bókaraðarinnar samanstendur verkefnið af vinnusmiðjum og skapandi starfi sem leiðir saman sérfræðiþekkingu fullorðinna og sköpunarkraft barna og ungmenna. Aðalhöfundur bókanna og upphafsmaður verkefnisins er frumkvöðullinn og listakonan Nika Dubrovsky

Hún er af rússnesku bergi brotin en lifir og starfar í Berín, Þýskalandi.

Nika Dubrovsky mun ásamt íslenska listamanninum Kolbeini Huga leiða smiðjuna,

Kolbeinn Hugi er myndlistarmaður fæddur í Reykjavík og búsettur í Berlín. Hann vinnur með gjörninga, innsetningar, videoverk. Í verkum sínum vinnur hann með framtíðina og fortíðina í gegnum linsu vísindaskáldskapar, fjölmiðlunar, poppmenningar, samsæriskenninga og fantasíu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og List fyrir alla.
Aðrir styrktaraðilar eru Fullveldissjóður og Nordisk Kulturfond.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni ​ www.a4kids.org

 
Upplýsingar
Hvað

Mannfræði fyrir krakka – skapandi vinnusmiðja

Hvenær

28. - 31. janúar 2019. Norð-Austurland

Hvar

Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit

Hverjir

Nika Dubrovsky
Kolbeinn Hugi

Aldurshópur

7. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

2 klst smiðjur með allt að 30 nemendum.