Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025 Kvikmyndir

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025

Bíó Paradís, í samstarfi við List fyrir alla, bjóða upp á skólasýningar fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík dagana 25. október – 2. nóvember 2025.

Í Bíó Paradís verður boðið upp skólasýningar á fyrir öll börn- og unglinga á höfuðborgarsvæðinu að loknu vetrarfríi dagana 29. – 31. október 2025.

Kvikmyndunum fylgir rafrænt kennsluefni eftir kvikmyndafræðinginn Oddnýju Sen sem hefur séð um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís um árabil.

Myndirnar og kennsluefnið verður aðgengilegt á streymisveitu Bíó Paradís, Heimabíó Paradís, á meðan að á hátíðinni stendur frá 25. október – 2. nóvember 2025 fyrir alla leik- og grunnskóla á landsbyggðinni. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig.

Allar sýningarnar eru ókeypis og aðgengilegar öllum aldurshópum.

Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://forms.gle/hqZ8fJRH5NxjqTpe9

Upplýsingar um kvikmyndir og sýningartíma í Bíó Paradís má finna hér: DAGSKRÁ & SÝNINGARTÍMAR Í BÍÓ PARADÍS

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Hlutverk hátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglinga kvikmyndum víðsvegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki.

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum! 

Facebook

Instagram

www.bioparadis.is

Frekari upplýsingar veitir Lísa Björg Attensperger, verkefnastjóri, á lisa@bioparadis.is

 

 

Upplýsingar
Hvað

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvenær

25. október - 2. nóvember 2025

Hvar

Allt landið

Hverjir

Bíó Paradís
List fyrir Alla og Kvikmyndamiðstöð Íslands

Aldurshópur

1. - 10. bekkur + leikskóli

Aðstaða og tækni

Aðgangur að kvikmyndum ásamt rafrænu kennsluefni á íslensku