Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025 Kvikmyndir

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025

Bíó Paradís, í samstarfi við List fyrir alla, bjóða upp á skólasýningar fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík dagana 25. október – 2. nóvember 2025.

Í Bíó Paradís verður boðið upp skólasýningar á fyrir öll börn- og unglinga á höfuðborgarsvæðinu að loknu vetrarfríi dagana 29. – 31. október 2025. 

Kvikmyndunum fylgir rafrænt kennsluefni eftir kvikmyndafræðinginn Oddnýju Sen sem hefur séð um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís um árabil.

Myndirnar og kennsluefnið verður aðgengilegt á streymisveitu Bíó Paradís, Heimabíó Paradís, á meðan að á hátíðinni stendur frá 25. október – 2. nóvember 2024 fyrir alla leik- og grunnskóla á landsbyggðinni. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig.

Allar sýningarnar eru ókeypis og aðgengilegar öllum aldurshópum.

Athugið að dagskráin verður kynnt fljótlega.

HÉR BIRTIST HLEKKUR MEÐ UPPLÝSINGUM UM DAGSKRÁNNA

HÉR BIRTIST HLEKKUR MEÐ UPPLÝSINGUM UM KENNSLUEFNI

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Hlutverk hátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglinga kvikmyndum víðsvegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki.

Frekari upplýsingar veitir Lísa Attensperger, verkefnastjóri hátíðarinnar, á lisa@bioparadis.is

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum! 

Facebook

Instagram

www.bioparadis.is

 

Upplýsingar
Hvað

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvenær

25. október - 2. nóvember 2025

Hvar

Allt landið

Hverjir

Bíó Paradís
List fyrir Alla og Kvikmyndamiðstöð Íslands

Aldurshópur

1. - 10. bekkur + leikskóli

Aðstaða og tækni

Aðgangur að kvikmyndum ásamt rafrænu kennsluefni á íslensku