Tónlist og heilinn Ópera

Tónlist og heilinn

Raf-óperan „Tónlist og heilinn“ fjallar um þau taugafræðilegu sem og tilfinningalegu áhrif sem tónlist getur haft á okkur.
Við kynnumst Söngkonunni, en hún þjáist af heilaskaða eftir alvarlegt höfuðhögg sem batt skyndilega enda á feril hennar. Heilaskaðinn sem af högginu hlaust olli því að hún tapaði sinni venjulegu skynjun á tónlist, hún getur því ekki lengur sungið eins og hún er vön né komið fram. Læknirinn reynir að komast að orsök vandamálsins, en hann vonar að rannsókn sín á þessu áhugaverða og sérstaka tilfelli muni veita honum frægð og frama innan vísindasamfélagsins. Er þau basla við að reyna að skilja ástand Söngkonunnar spretta upp spurningar um eðli tónlistar, en Læknirinn er að renna út á tíma. Stóri fyrirlesturinn hans er handan við hornið og hann verður að kynna niðurstöður sínar hvað sem tautar og raular.

Flytjendur:

  • Helgi Rafn Ingvarsson sögumaður, tónskáld, raftónlistarmaður, tónlistarstjóri
  • Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngvari
  • Gunnar Guðbjörnsson söngvari
  • Helen Whitaker flautuleikar

Óperan er flutt á ensku og ítölsku. Sýningin er samstarfsverkefni List fyrir alla og Menningarhúsanna í Kópavogi.

Sýningarnar eru í Salnum dagana 10. og 11. mars. Bókanir berist á menningarhusin@kopavogur.is

 

Upplýsingar
Hvað

Tónlist og heilinn

Hvenær

10. og 11. mars 2020

Hvar

Salurinn Kópavogi

Hverjir

Helgi Rafn Ingvarsson sögumaður/ tónskáld/ raftónlistarmaður og tónlistarstjóri
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngvari
Gunnar Guðbjörnsson söngvari
Helen Whitaker flautuleikar

Aldurshópur

7. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

myrkvaður salur, ljósabúnaðu með ljósaborði, hljóðkerfi, skjávörpun/myndvarpi