Átti Bach 20 börn?
Seldi Paganini Skrattanum sál sína fyrir snilldina?
Var Chopin franskur eða pólskur, rómantískur eða klassískur?
Voru bara karlar sem sömdu músík?
Er hægt að spila „banjó og fiðla“ á fiðlu og gítar?
Hvað er banjó?
Hver var þessi Dimmalimm?
Svar við þessum og öðrum spurningum fást í dagskránni „Músík og sögur“ sem flutt er af sögumanni/leikara, fiðluleikara og gítarleikara, allt atvinnumönnum á sínu sviði.
Dagskráin tekur um 30-40 mínútur og og eru áheyrendur leiddir um hina ýmsu kima tónlistarinnar með tali og tónum.
Á milli þess sem tónlistarmennirnir flytja tónlist víðs vegar frá kynnir sögumaður tónskáldin og segir sögur og ævintýri þeim tengdum.
Tónlistin er ætluð öllum aldurshópum og sögurnar gætu breyst eða orðið mismunandi miðað við aldur barnanna hverju sinni.
Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Nú bætist Esther Talia Casey leikkona í hópinn og saman ætla þau að segja sögur í tónum og tali.
Músík og sögur
6.-8. nóvember 2018 Vestur- og Norð-Vesturland
Skagaströnd, Blöndós, Húnavellir, Hvammstangi, Borgarnes, Laugagerði, Ólafsvík, Hellnar, Rif, Grundafjörður, Stykkishólmur
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari
Páll Eyjólfsson gítarleikari
Esther Talia Casey leikkona
1.-10. bekkur
Rými fyrir tónleikahald.