Arndís og Rán bjóða nemendum að stíga um borð og á akstrinum velta þær fyrir sér hlutverki listarinnar – og listamanna – í stóra samhenginu. Af hverju njótum við listar? Er hún afþreying eða eitthvað meira? Hvaða fólk hefur leyfi til þess að láta rödd sína hljóma og á hvaða raddir eigum við að hlusta? Og hvað kemur það sjávarspendýrum við?
Til þess að heimsóknin nýtist sem best og að nemendur fái sem mest út úr henni þurfa kennarar að undirbúa heimsóknina áður en við komum, en við munum senda öllum kynningu. Jafnframt munum við skilja eftir ítarefni (bókalista, verkefni, kveikjur) til þess að hægt sé að vinna úr heimsókninni þegar við höfum kvatt skólann, þannig að nemendur standi eftir með afurð eigin sköpunarkrafts.
Gert er ráð fyrir því að heimsóknin sjálf sé um 40 mínútur. Við komum með glærukynningu á USB lykli, svo við þurfum aðgang að skjávarpa og tölvu. Jafnframt þurfum túss- eða pappírstöflu. Ef hópurinn er stór þurfum við hljóðkerfi, en treystum starfsfólki skólanna til þess að meta þörfina á því.
LIstaspjall
Haustið 2025
Suðurland
Rán Flygenring og Arndís Þórarinsdóttir
8. - 10. bekkur
Tölva, skjávarpi, pappírstafla, túss, mögulega hljóðkerfi - fer eftir fjölda barna.