Álfar og Irmlar Tónlistarleikhús

Álfar og Irmlar

Í þessu verkefni mun Dúó Stemma tengja saman íslenskar þjóðvísur, þulur og ljóð (Álfar) við splúnkunýtt efni (Írmlar). Við spilum gömul þjóðlög á okkar hátt og einnig munum við flytja eigin útsetningar af lögum Atla Heimis Sveinssonar sem hann samdi við gamlar barnagælur og vísur. Við fengum innblástur úr ljóðabók ungra höfunda, sem birtist í lok síðasta árs og heitir “Dagur Íslenskrar Flúngu”. Í þeirri bók koma Irmlar við sögu sem gætu verið einskonar nútíma álfar. Við höfum valið nokkur ljóð úr bókinni og ætlum að tón- og hljóðsetja þau eftir okkar höfði. Hvernig irmlar hljóma, og hvernig þeir hreyfa sig og þar fram eftir götunum. Til þess notum við hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri og hljóðgjafa, þar á meðal heimatilbúin hljóðkassa til þess að skapa spennandi og áhugaverðan hljóðheim. Börnin fá að taka þátt á skapandi hátt í tónleikunum í orðum söng og leik. Íslensk þjóðlög og tunga, gömul og ný verða hryggjarstykkið í þessu verkefni.

Upplýsingar
Hvað

Tónleikar

Hvenær

4. - 8. maí 2026

Hvar

Vestfirðir

Hverjir

Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni