16. febrúar 2021

Alþjóðleg tónlistarkeppni Music Against Childlabour

List fyrir alla er aðili að JMI sem er alþjóðlegt net félagasamtaka með það að markmiði að veita börnum og ungmennum tækifæri til að þroskast í gegnum tónlist og brúa félagsleg, landfræðileg og menningarleg skil þannig að úr verði alþjóðlegur vettvangur, samtal og samvinna ólíkra menningarheima.

JMI stendur nú fyrir spennandi tónlistarkeppni: Music against Childlabour og er umsóknarfrestur þann 12.apríl 2021.

List fyrir alla hvetur tónlistarfólk á Íslandi til að taka þátt. Bæði atvinnufólk sem og annað tónlistarfólk geta tekið þátt og frá hvaða tónlistarstíl sem er, skilaboðin þurfa bara að vera skýr: vekjum athygli á málefninu og nýtum tónlistar- og listmenntun sem valdeflandi tæki til að hjálpa og styrkja börn og ungmenni í komast burt frá barnaþrælkun.