26. mars 2019

Fyrirlestur um eitthvað fallegt í Hofi

Um 1200 nemendur í 8.-10. bekk úr 19 grunnskólum á Norðurlandi komu saman í Hofi á Akureyri á sýningunni „Fyrirlestur um eitthvað fallegt.“ Viðburðurinn var í boði List fyrir alla sem er verkefni á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Í sýningunni kynnumst við Baldri sem er að hefja fyrir fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt. Hann finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera… hann frýs. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Yfir hann hellist ótti og fylgjumst með honum leita lausna. Við kynnumst líka öllum hinum Böldrunum, því kvíði býr í okkur öllum. Fimm leikarar túlka mörg andlit kvíðans, í sjónrænu, gamansömu leikverki. Leikararnir eru Agnes Wild, Guðmundur Felixson, Kjartan Darri Kristjánsson, Bjarni Snæbjörnsson og Sara Marti Gudmundsdottir sem einnig er leikstjóri sýningarinnar. Höfundur er SmartíLab

https://www.facebook.com/N4Sjonvarp/?__tn__=kC-R&eid=ARD_R4zBsHzPj_gWLFRFcVJp1gMRxZRo-OE_Ywdpc-7v4sM2DmBNBZjFv816vhRfS7bGR7LrpeLRfVl0&hc_ref=ARQKdGPSZ9VMhpoLfuXtaVvXaT3INhH5FD1GklR9H7-SMwZS1KesDTVTKrBm9A8ErHM&fref=nf