1. mars 2024

Ingibjörg Fríða tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna

Ingibjörg Fríða Helgadóttir er tilnefnd sem söngkona ársins til íslensku tónlistarverðlaunanna í djassi.
Í árslok gáfu þau Ingibjörg Fríða, Leifur Gunnarsson og Sunna Gunnlaugssdóttur út plötuna Jazzhrekkur.

Þau heimsóttu alla grunnskóla á Austurlandi – samtals 17 grunnskóla og 595 nemendur í 1. – 3. bekk. Við óskum þeim til hamingju og stefnum á að fleiri krakkar fái að njóta næsta haust.

Við óskum Ingibjörgu Fríðu og Jazzhrekk innilega til hamingju og hlökkum til frekara samstarfs!

Plötuna er að finna í heild sinni á Spotify: