15. september 2018

Listalest LHÍ í fjölmiðlum

Dagana 11. og 12. september 2018 var viðburðurinn Listalest LHÍ stödd á Egilsstöðum á vegum List fyrir alla og Barnamenningarhátíðarinnar BRAS .

Yfir 130 krakkar í 8.- 10.bekk úr Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og Brúarásskóla tóku þátt í 5 listasmiðjum og settu svo í kjölfarið upp listasýningu í Sláturhúsinu – Menningarsetur.

Landinn mætti á staðinn, tók viðtal við krakkana, var viðstaddur opnun listasýningar og hlökkum til að sjá útkomuna sunnudaginn 30. september á RÚV.

Austurfréttir mættu einnig á staðinn: https://www.austurfrett.is/frettir/skrifadi-bref-til-sjalfar-sin-ur-framtidinni

Listaháskólinn skrifaði um Listalestina á heimasíðu sinni.

Skoðið myndir af viðburðinum á Facebook-síðu List fyrir alla