Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur listamanna úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustu samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum. Ár hvert ferðast hluti þessa hóps undir yfirskriftinni Listalest LHÍ til grunnskóla um landið og heldur vinnusmiðjur fyrir unglingastig (8.-10. bekk) þar sem áhersla er lögð á samruna listgreina.
Á listveitunni undir Listkennsla er hægt að sjá og fræðast um Listalestir síðustu ára.