16. apríl 2020

YAMawards kallar eftir umsóknum

YAMawards (Young Audiences Music Awards) heiðra nýsköpun og fagmennsku á sviði tónlistarviðburða fyrir unga áhorfendur.
Leitað er eftir tónlistarviburðum frá öllum heimshornum; ólíkum tónlistarstílum, einleikurum, dúettum, tríóum…litlum og stórum hópum allt að fullskipuðum hljómsveitum.

YAMawards leitast við að styðja við nýjar leiðir sem hvetja og vekja áhuga ungs fólks, færa þau nær tónlist og fara fram í tengslum við YAMsession – www.yamsession.org.
YAMawards eru á vegum JM International www.jmi.net, sem eru stærstu samtök á heimsvísu þegar kemur að tónlistarstarfi með ungu fólk. JMI leitast við að veita öllum börnum og ungmennum aðgengi að tónlist og að það séu þeirra grundvallarmannréttindi.
JMI starfar nú í yfir 60 löndum; veita yfir 40.000 tónlistarstörf og ná til um 8 milljóna ungmenna og barna um heim allan.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu YAM samtakanna. https://yamawards.org/