Hva, má það bara? Ritlist

Hva, má það bara?

Má maður bara gera hvað sem er í sögum? Má maður kalla hluti nýjum, óvæntum nöfnum og rugla lesendur í ríminu? Segja að fíll sé mús? Og sundlaug blómapottur? Taka orð sem þýðir eitt og segja að það þýði eitthvað allt annað? Má það bara?

Rithöfundarnir Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Óskarsson bregða upp myndum og textum úr barnabókum þar sem leikið er með orð á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Þau fjalla um tungumálið, merkingu orða og Blær teiknar hugmyndirnar jafnóðum og þær kvikna. Gáskafull og heimspekileg dagskrá fyrir yngsta skólastigið!

Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndskreytt barna- bækur og í fyrra sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum. Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykja- víkurborgar í flokki myndlýstra bóka.

Hilmar Örn Óskarsson er rithöfundur og þýðandi og hefur meðal annars sent frá sér bókaflokkinn um Kamillu vindmyllu og unglingasöguna Húsið í september. Hilmar hefur stýrt ritsmiðjum fyrir börn á vegum menningar- miðstöðva Reykjavíkur og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, þ.á m. Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir þýð- ingar og sæti á heiðurslista hinna alþjóðlegu IBBY-samtaka.

Að auki er hægt að panta dagskrár á öðrum tímum að höfðu samkomulagi við hvern og einn rithöfund.

Allar pantanir berist á tinna@rsi.is

Upplýsingar í síma 568 3190og á heimasíðu Höfundamiðstöðvar: www.rsi.is/hofundamidstod

Upplýsingar
Hvað

Skáld í skólum

Hvenær

12. október – 16. nóvember 2020.

Hvar

Um land allt

Hverjir

Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Óskarsson

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni