Kjarval Leiksýning

Kjarval

Flýtið ykkur út og horfið á fegurðina!

Barnasýningin um Kjarval: drenginn, manninn og málarann.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna. En hver var þessi sérkennilegi maður – og hvaðan kom hann? Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Kjarval; drengnum, manninum og málaranum.

Listin sjálf er sömuleiðis í brennidepli; hvernig hún er allt í kringum okkur og hefur áhrif á lífið alla daga, við horfum á listina og ef við erum heppin þá horfir hún til baka. Jóhannes Kjarval batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum.

 

 

 

 

 

 

 
Upplýsingar
Hvað

Leiksýning á vegum Borgarleikhússins

Hvenær

15. og 16. október 2024

Hvar

Austurland

Hverjir

Borgarleikhúsið og Sláturhúsið

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni