Menningarmót -skapandi sjálfsmyndir og ljómandi heimsborgarar Listasmiðjur

Menningarmót -skapandi sjálfsmyndir og ljómandi heimsborgarar

Menningarmót er skapandi verkefni hugsað til þess að efla sjálfsmynd nemenda og varpa ljósi á það sem skiptir máli í lífi þeirra gegnum listræna tjáningu. Verkefnið hentar vel á öllum stigum skólakerfisins og aðlagast aldurshópnum. Atriði eins og áhugamál, styrkleikar, lífssögur, menning og fjölbreytt tungumál eru viðfangsefni verkefnisins. Spurningar eins og “hvað fær þig til að “ljóma”” og “hvað hefur mótað þig” eru varpaðar fram. 

Eitt af list­rænum afurðum Menningarmótsins verður tungu­málaregn­bogi með gildum sem nem­endur koma sér saman um. Orðin verða svo þýdd yfir á móðurmál þeirra sem taka þátt.

Markmið verkefnisins er m.a að varpa ljósi á styrk­leika þess að hafa vald á fleiri en einu eða tveimur tungu­málum og stuðla að sam­skiptum og vináttu milli nem­enda skólans. Allir fá tækifæri til að skilgreina sig út frá eigin forsendum og óskum og miðla hver þeir eru með skapandi hætti. Nemendur veita hvort öðru innlit í líf, menningu, tungumál og reynsluheim hvers annars. Hugmyndafræði Menningarmótsins er þannig í góðu samræmi við áherslur UNESCO um viðurkenningu á fjölbreyttri menningu og heimsmarkmið 4.7. 

Þar segir m.a: 

…menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.”  4.7 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Farið er í gegnum aðferðafræði  hvernig hægt er að undirbúa Menningarmót með þátttöku foreldra þar sem börnin eru með sýningu á þeim listrænum verkum sem þau skapa. ”

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og með MA í hagnýtri menningarmiðlun er hugmyndasmiður verkefnisins. Hún setur verkefnið á stað með dans, frásögn og skapandi smiðju. Fyrir áhugasama leiðbeinir hún við hvernig hægt er að undirbúa Menningarmót með þátttöku þar sem börnin eru með sýningu á þeim listrænum verkum sem þau skapa. 

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir tungumála- og menningarfjársjóð nemenda á öllum stigum Landakotsskóla þegar þegar skólinn tók þátt í verkefninu: https://vimeo.com/741993405

 

Upplýsingar
Hvað

Menningarmót

Hvenær

27. febrúar - 10. mars 2023

Hvar

Suðurland

Hverjir

Kristín Vilhjálmsdóttir

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni