Öld barnsins – Námsefni í hönnun fyrir börn Hönnun

Öld barnsins – Námsefni í hönnun fyrir börn

Í tengslum við sýninguna Öld barnsins: Norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag sem nú stendur yfir í Norræna húsinu er margt í boði fyrir nemendur, kennara og fjölskyldur sem hafa áhuga á hönnun og sköpun.

Skólaheimsóknir

Skólahópum býðst ókeypis aðgangur og leiðsögn um sýninguna Öld barnsins í Norræna húsinu. Norræna húsið hefur einnig framleitt verkefnahefti á íslensku og ensku, sem hentar einkar vel fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Sýningin sjálf hentar fyrir alla aldurshópa. Fyrir utan húsið er skemmtilegt leiksvæði með íslenskum leiktækjum frá Krumma og barnabókasafnið hefur einnig verið endurgert í tilefni af sýningunni. Vinsamlegast pantið heimsókn á bibliotek@nordichouse.is

Námsefni fyrir börn

Til að hvetja sem flesta til prófa hönnun af eigin raun hefur Norræna húsið í samstarfi við menningarverkefnið List fyrir alla (www.listfyriralla.is) framleitt námsefni fyrir börn sem virkjar sköpunargáfu og þjálfar færni á margvíslegan hátt. Verkefnin eru fjölbreytt og ólík að umfangi, og þeim fylgja leiðbeiningar og ítarefni fyrir kennara og aðra áhugasama.

Námsefnið er aðgengilegt á heimasíðu Norræna hússins og nýtist því kennurum um allt land – bæði þeim sem heimsækja sýninguna og öðrum sem vilja vinna með þemu sýningarinnar.

Skoða námsefni

Námsefni fyrir börn: Öld barnsins

Nánar um sýninguna

Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag

Höfundar námsefnisins

Námsefnið (myndband, verkefni og kennsluleiðbeiningar) er unnið af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt og rithöfundi og Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur hönnuði og listamanni, sem báðar eru einnig kennarar í sjónlistum.

Ítarefni er tekið saman af Elísabetu V. Ingvarsdóttur hönnuði og hönnunarsagnfræðingi og Ölmu Sigurðardóttur arkitekt og grunnskólakennara.

Kristín Ingvarsdóttir (kristini@nordichouse.is) veitir nánari upplýsingar um námsefnið og sýninguna.

 

 

 

Upplýsingar
Hvað

Öld barnsins

Hvenær

Haust 2016

Hvar

Norræna húsið

Hverjir

Norræna húsið

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni