Að skrifa til að lifa! Ritlist

Að skrifa til að lifa!

Hið ritaða orð er hrífandi leið til þess að kynnast ólíkum menningarheimum og atburðum, skálduðum og sönnum, og að sama skapi ómetanlegt til að fá innsýn í eigin hugarheim og annarra. Að skrifa hjálpar okkur að læra af reynslunni, vinna úr brotakenndum hugsunum og kynnast sjálfum okkur og fólkinu í kringum okkur enn betur.

Rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson fjalla um hvernig það að halda dagbók og stunda skapandi skriftir opnar nýjar víddir og getur verið heilun fyrir snjáðar sálir. Þau fara með nemendur í hið hlykkjótta ferðalag að skriftunum, heilunina í sköpun- inni og hversu erfitt sé stundum að skrifa en gott að hafa skrifað.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er rithöfundur og ljóðskáld. Hún er með B.A.-gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands, auk meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar Daloon daga og Flórída og skáldsöguna Svínshöfuð. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir seinni tvær bækur sínar en Svínshöfuð hlaut jafnframt Fjöruverðlaunin og verðlaun bóksala.

Bragi Páll Sigurðarson er ljóðskáld, rithöfundur og skipstjóri. Hann útskrifaðist úr ritlist við Háskóla Íslands og hefur sent frá sér skáldsöguna Austur og ljóða- bækurnar Fullkomin ljóðabók og HOLD, en fyrir Austur var hann tilnefndur til Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar. Hann hefur einnig starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur, og hefur þar hlotið mesta athygli fyrir svokallaða upp- lifunarpistla, sem og pistla sína um persónuleg málefni.

Allar pantanir berist á tinna@rsi.is

Upplýsingar í síma 568 3190 og á heimasíðu Höfundamiðstöðvar: www.rsi.is/hofundamidstod

Upplýsingar
Hvað

Skáld í skólum

Hvenær

12. október – 16. nóvember 2020.

Hvar

Um land allt

Hverjir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson

Aldurshópur

8. – 10. bekk.

Aðstaða og tækni