Skáld í skólum Ritlist

Skáld í skólum

Leikurinn er lykillinn!

Hvernig kviknar hugmynd að bók? Hvað má og hvað má ekki í bókum – er kannski allt leyfilegt, engar reglur og allt hægt? Bókmenntaverkefnið  Skáld í skólum fagnar tíu ára afmæli í haust, en það hóf göngu sína árið 2006. Á þessum árum hafa yfir 50 mismunandi dagskár orðið til innan vébanda verkefnisins og það er í stöðugri þróun og er alltaf jafn vinsælt. Í ár er kynnt nýjung en það eru ritsmiðjuheimsóknir þar sem vanir rithöfundar leiða nemendur inn í ævintýraheim skapandi skrifa og fara með þeim á hugmyndaveiðar.

Hvernig krækir maður í hugmyndir, verkar þær, kryddar og matreiðir svo úr verði spennandi saga? Hver er lykillinn að góðri sögu? Höfundar bregða á skapandi leik með nemendum og nemendur læra að hlusta eftir eigin hugmyndum, að móta úr þeim spennandi sögur og átta sig á að lykillinn að sögum er fyrst og fremst leikurinn.

Skáld í skólum er á vegum Rithöfundasambands Íslands. Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram þar. Hér má finna hlekk inn á heimasíðu þeirra.

Hlekkur á heimasíðu: https://rsi.is/hofundamidstod/skald-i-skolum/

Upplýsingar
Hvað

Skáld í skólum

Hvenær

17. október – 16. nóvember 2016

Hvar

Allir grunnskólar landsins

Hverjir

Aðalsteinn Ásberg
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Davíð Stefánsson
Hildur Knútsdóttir
Jóna Valborg Árnadóttir
Kristján Þórður Hrafnsson
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Óskar Jónasson
Svavar Knútur

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Tölva með skjávarpa og hljóðkerfi með tveimur hljóðnemum