Skuggaynd af stúlku

Skuggaynd af stúlku

Skuggamynd af stúlku er farandleiksýning fyrir unglinga um hlutverk þeirra sem verða vitni að einelti, sögð frá sjónarhorni stúlku sem er óvirkur áhorfandi með sektarkennd.
Verkefnið er mjög samfélagslegt og fjallar að miklu leyti um hvernig Braidie upplifir sig í samfélaginu, henni finnst þrýst á sig á ólíka vegu úr ólíkum áttum, væntingar frá jafnöldrum koma ekki heim og saman við væntingar foreldra, væntingar skólans eða jafnvel væntingar hennar sjálfrar. Allt er þetta eitthvað sem flestir unglingar kannast við úr eigin lífi. Verkefnið er því tilvalið til flutnings fyrir bæði unglinga og foreldra þeirra, og þá tengt umræðum og fræðslu um málefni á borð við einelti, sem er aðal viðfangsefni verksins, en einnig hópþrýsting, samband foreldra og unglinga og fleira sem viðkemur unglingsárunum.

Braidie er 15 ára, hún hefur ákveðið að það er ekki lengur fyrir hana að mæta í skólann og hún og mamma hennar fara óstjórnlega í taugarnar á hvor annarri þessa dagana. Bróðir hennar er fluttur í annað sveitarfélag og hún saknar hans, það er alltof mikil pressa á henni einni eftir að hann fór. Hún er heltekin af fréttaflutningi af raunverulegu máli ungrar stúlku sem var myrt af jafnöldrum sínum. Hún minnist þess þegar ein af stelpunum í bekknum hennar sem var vinkona hennar tilkynnti einn daginn að í dag væri ,,skammardagur”, þá ættu allar að taka eina stelpuna fyrir og vera vondar við hana. Af hverju? Hún vissi það ekki sjálf, þetta var bara partur af skólanum sagði stelpan svo Braidie trúði henni bara. En dagarnir urðu fleiri og þær tóku alltaf sömu stelpuna fyrir. Braidie man alveg þegar hún grátbað um hjálp. Og hún man alveg hvernig það var að horfa á bekkjarsystur sína og vinkonu, gerandann, og þekkja hana ekki fyrir sömu manneskju. Þær voru báðar, gerandinn og þolandinn, eins og skuggamyndir af sjálfum sér. En hvernig getur hún ein hjálpað þegar hópþrýstingurinn að taka þátt er svona mikill? Og við hvern ætti hún eiginlega að tala?

Verkið fjallar um einelti, allt frá einfaldri stríðni upp í hrottalega árás og hefur gríðarlega marga möguleika þegar kemur að umræðum í lok sýningar, tengdum ýmsu sem farið er yfir í fögum á borð við lífsleikni og samfélagsfræði í skólakerfinu. Leikari mjög opin fyrir því að taka þátt í umræðum um leikritið með krökkunum.

Leikkonan Ylva Garðarsdóttir kláraði BA gráðu í leiklist vorið 2013 og hefur unnið sem leikkona og leiklistarkennari barna og unglinga síðan þá, en fyrir námið hafði hún einnig starfað sem leikkona, m.a. í unglingakvikmyndinni Órói.

Upplýsingar
Hvað

Skuggamynd af stúlku

Hvenær

12. - 16. febrúar 2018

Hvar

Austurland

Hverjir

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm leikkona

Aldurshópur

7.-10. bekkur

Aðstaða og tækni

Rými, ljósabúnaður með ljósaborði, hljóðkerfi.

d