SPOR – vinnustofa  Dans og myndlist

SPOR – vinnustofa 

Danssýningin SPOR eftir Bíbí & Blaka var frumsýnd í Gerðubergi vorið 2019 og hefur síðan farið í ferðalög um Ísland og einnig til Noregs, Færeyja og Grænlands. Spor fjallar um orku: orkuna í náttúrunni, dýrunum, veðrinu og líka orkuna í okkur sjálfum. Verkið er innsetning þar sem að áhorfendur ferðast niður á hafsbotn, inn í skóg og að lokum upp í himingeim. Með þeim á ferðalaginu eru undarlegar verur sem að aðstoða áhorfendum og hjálpa þeim að rata rétta leið. Sýningin er þátttökusýning og er ætlað er að virkja börnin til að taka þátt í leik og dansi og prufa sig áfram með ljós og hljóð í leikmununum.

SPOR – vinnustofur er skapandi samtal á milli nemenda og listamanna þar sem byggt er á þema sýningarinnar, hugmyndum og leikmunum. Unnið verður með skapandi dans og myndlist og þátttakendur taka þátt í að skapa sinn eigin undarlega heim í skólanum sínum. Unnið verður með sjóinn sem er fyrsti heimur SPOR og saman skoðum við glóandi þörunga og dansandi marglyttur. Einnig verður sýnt brot úr sýningunni og fá því þátttakendur bæði að vera áhorfendur og skapa list.

Aðstandendur vinnustofunnar eru Tinna Grétarsdóttir, danshöfundur og Guðný Hrund Sigurðardóttir, sviðshönnuður. Þær hafa unnið náið saman síðustu 10 ár undir merkjum Bíbí & blaka og hafa gert 5 danssýningar fyrir börn sem að allar hafa hlotið mikið lof og ferðast víða bæði innanlands sem utan, og sýnt í skólum jafnt sem leikhúsum.

Ljósmyndari er Owen Fiene

Upplýsingar
Hvað

Bí bí og blaka

Hvenær

Haustið 2022

Hvar

Vestfirðir

Hverjir

Tinna Grétarsdóttir
Guðný Hrund Sigurðardóttir

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni

Rúmgott herbergi, salur eða íþróttahús um 8x8 gólfpláss. Hljóðkerfi/hátalarar. Skæri, límstifti og heftari.