SPOR – vinnustofa  Dans og myndlist

SPOR – vinnustofa 

Danssýningin SPOR eftir Bíbí & Blaka var frumsýnd í Gerðubergi vorið 2019 og hefur síðan farið í ferðalög um Ísland, til Noregs, Færeyja og Grænlands. Spor fjallar um orku: orkuna í náttúrunni, dýrunum, veðrinu og líka orkuna í okkur sjálfum. Verkið er innsetning þar sem að áhorfendur ferðast niður á hafsbotn, inn í skóg og að lokum upp í himingeim. Með þeim á ferðalaginu eru undarlegar verur sem að aðstoða áhorfendum og hjálpa þeim að rata rétta leið. Sýningin er þátttökusýning og er ætlað er að virkja börnin til að taka þátt í leik og dansi og prufa sig áfram með ljós og hljóð í leikmununum.

SPOR – vinnustofur er skapandi samtal á milli nemenda og listamanna þar sem byggt er á þema sýningarinnar, hugmyndum og leikmunum. Börnunum er boðið inn í fyrsta heim SPOR og fá þar að upplifa glóandi og dansandi marglyttur í sjónum. Eftir það vinnum við saman með efniviðinn. Börnin fá að föndra eigin marglyttur og dansa með þær í rýminu. Þannig fá þátttakendur bæði að vera áhorfendur, dansarar og taka þátt í að skapa sinn eigin undarlega heim í skólanum sínum.

Aðstandendur vinnustofunnar eru Tinna Grétarsdóttir, danshöfundur og Katla Þórarinsdóttir, dansari og grunnskólakennari. Þær hafa unnið náið saman síðustu ár undir merkjum Bíbí & blaka og ferðast víða bæði innanlands sem utan, og sýnt í skólum jafnt sem leikhúsum.

Ljósmyndari er Owen Fiene

Upplýsingar
Hvað

Bí bí og blaka

Hvenær

31. október - 4. nóvember 2022

Hvar

Vestfirðir

Hverjir

Tinna Grétarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir

Aldurshópur

1. - 4. bekkur

Aðstaða og tækni

Rúmgott myrkvað herbergi, salur eða íþróttahús um 8x8 gólfpláss. Hljóðkerfi/hátalarar. Skæri, límstifti og heftari.