Ertu sífellt að tromma í húsgögnin heima hjá þér?
Kannski á eldhúsborðið, skólatöskuna, eða pottana og pönnurnar í eldhúsinu?
Ef svo er, þá er þetta eitthvað fyrir þig. Trommuleikararnir Sigurður Ingi Einarsson og Hrafnkell Örn Guðjónsson stýra stórskemmtilegri tónlistarsmiðju þar sem aðalhljóðfærið er múrbali.
Allir þátttakendur fá múrbala sem þeir binda utanum sig og tvo kjuða. Síðan er einfaldlega talið í. Taktar, break, grúv og hreyfingar, auk þess sem skoðuð verða þau fjölmörgu hljóð sem hægt er að ná úr þessum ósköp venjulegu svörtu plastfötum. Þær leyna á sér!
Í lok smiðjunnarverður flutt kröftugt tónlistaratriði þar sem hlýða má á afraksturinn
Múrbalasláttur
Vor 2024
xxx
Sigurður Ingi Einarsson
Hrafnkell Örn Guðjónsson
1. - 10. bekkur
Gott pláss fyrir 130 krakka með múrbala