UngRIFF Kvikmyndir

UngRIFF

Kennsluefni í boði UngRIFF

Langar þig að brjóta upp tímann og horfa á stuttmynd og kenna síðan út frá henni?
UngRIFF bíður árlega upp á sérstakt stuðningsefni sem skólar og kennarar geta nýtt sér að kostnaðarlausu. Kennsluefnið er í formi stuttmynda fyrir 4+, 6+, 9+, 12+, og 14+ ára. Stuðningsefni fylgir með myndunum sem að hægt er að nýta í kennslu. Myndirnir koma frá öllum heims honum og eru valdar af fagfólki. Þetta hefur vakið mikla lukku meðal nemenda og kennara. Hægt er að hafa samband við Sigurður Unnar á skolar@riff.is eða í síma 6916147 ef kennarar vilja óska eftir slíku eða eru með spurningar.

Um UngRIFF

UngRIFF er barnakvikmyndahátíð. Hún er fyrir ungmenni á aldrinum 4-16 ára aldri og er skipulögð í samstarfi við ungmennaráð UngRIFF. Markmið UngRIFF er að vera leiðandi í kennslu gegnum kvikmyndir og kvikmyndagerð.

 Samstarf við barnamenningarhátíðir á landsbyggðinni

Í ár fá nemendur í 9. bekk grunnskóla Ísafjarðar tækifæri til að vinna með kvikmyndagerðarmanninum Erlingi Óttarri í smiðju um gerð stuttmynda. Smiðjan er haldin í samstarfi við barnamenningarhátíð Vestfjarða, Púkann. Á Austurlandi er barnamenningarhátíðin BRAS haldin í september. Um miðjan mánuð mun Auðdís Tinna halda utan um smiðju um gerð mínútu langra mynd á Egilstöðum og Eskifirði. Ef þig langar að skipuleggja smiðju í tengslum við kvikmyndir hafðu þá samband við Sigurð, skolar@riff.is eða í síma 6916147.

Samstarf við Amtbókasafnið á Akureyri

Í fyrra sýndi Amtbókasafnið á Akureyri myndir fyrir grunnskólabörn og mun endurtaka leikinn í ár á meðan hátíðinni stendur.

Barnakvikmyndahátíð UngRIFF 25. september til 6. október.

Forseti Íslands opnar UngRIFF hátíðina í annað sinn í miðvikudaginn 25. september kl 10 í Smárabíó og veitir heiðursverðlaun UngRIFF. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Hnerri og Skvetti og ráðgátan um týndu holurnar. Myndin fjallar tvo bræður sem takast á við skipulagsóðan tannlækni sem telur sig hafa leyst endurvinnslumál bæjarins með því að flytja allt rusl yfir í nágrannabæinn. Virkilega skemmtileg mynd sem fjallar um viðhorf til loftlagsváar á frumlegan máta. Hátíðin opnar á sama tíma í Herðubíó Seyðisfirði og á Patreksfirði í Skjaldborgarbíó. Allt eru þetta skólasýningar á skólatíma og börnum að kostnaðarlausu. Veislan heldur svo áfram með sýningum fyrir grunnskólabörn 2. okt, 3. okt og 4. okt á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki verður UngRIFF með sýningu í Bíóhöllinni Akranesi 4. október þar sem leikstjóri myndarinnar LARS is LOL (Noregur, 2023) situr fyrir svörum.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Sigurð í síma 6916147 eða senda tölvupóst á skolar@riff.is

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Upplýsingar
Hvað

Kvikmyndir á vegum UngRIFF

Hvenær

Haust 2024

Hvar

Allt landið

Hverjir

RIFF

Aldurshópur

Allur aldur

Aðstaða og tækni