11. október 2024

Útvarpsþing – Málæði

Fjölmiðlar og fræðsla var yfirskrift Útvarpsþings RÚV 2024 sem haldið var í Útvarpshúsinu 3. október.

Meðal fyrirlesara á Útvarpsþingi RÚV 2024 var Kalle Sandhammar, forstjóri UR (Utbildningsradio) í Svíþjóð, sem framleiðir sjónvarps- og útvarpsefni fyrir skóla og almenning. UR er einn þriggja fjölmiðla í almannaþágu í Svíþjóð en hinir eru Sveriges Radio og Sveriges Television.

Aðrir fyrirlesarar voru Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, og Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti Íslands.

Þá voru flutt stutt erindi og kynningar um ýmsar hliðar mennta- og fræðsluefnis með áherslu á hlutverk fjölmiðla, öra tækniþróun og samfélagsmiðla.

Útvarpsþingi lauk svo með pallborðsumræðum. Hægt er að horfa á erindin hér að neðan.
https://www.ruv.is/um-ruv/i-umraedunni/2024-10-09-fjolmidlar-og-fraedsla-oll-erindi-utvarpsthings-2024-424146

Elfa Lilja verkefnastjóri List fyrir alla var með erindi á útvarpsþinginu og hægt er að hlusta í spilaranum hér að neðan.