18. desember 2024

Hátíðarkveðja List fyrir alla 2024

List fyrir alla þakkar fyrir frábært samstarf árið 2024.
Í ár hafa börn í 1. – 10. bekk um allt land fengið að njóta viðburða á vegum Listar fyrir alla sem voru einstaklega fjölbreyttir.
Við þökkum liststofnunum og okkar frábæra listafólki sem miðla af þekkingu sinni til barna og ungmenna um allt land.
Við þökkum einnig öllum börnum, starfsfólki og kennurum grunnskólanna hjartanlega fyrir frábærar viðtökur.

Við tökum flugið í janúar þegar Eldblómið býður öllum 6. bekkjar krökkum í Hafnarfiði í Hönnunarsafnið í Garðabæ.
Múrbalasláttur Sigga og Kela heimsækja krakka á Norðvesturlandi og svo er það Listalestin í samstarfi við Listaháskóla Íslands sem fer á Suðurland og verður með smiðjur fyrir Þjórsárskóla, Bláskógaskóla, Flóaskóla, Flúðaskóla, Kerhólsskóla og Reykholtsskóla.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um viðburði á heimasíðu List fyrir alla undir listviðburðir. Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og hlökkum til frekara samstarfs á næsta ári.

Kær kveðja, List fyrir alla