7. september 2025

Námskeið Sagna

Námskeið fyrir grunnskólakennara, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva um land allt

Kennarar:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu  
Blær Guðmundsdóttir, barnabókahöfundur og myndhöfundur
Eva Rún Þorgeirsdóttur, rithöfundur og verkefnastjóri
Steinunn Arinbjarnardóttir, leiklistarkennari, leikstjóri og leikkona.

Námskeiðið:
Er eitt skipti á netinu og fer fram 2. október kl. 14:30. Námskeiðið   stendur í 45 mínútur og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Inntak:
Kynning á Söguverkefninu, fyrirlestur, æfingar og umræður. Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að vinna með og virkja börn í 3. – 7. bekk til að semja sögur, handrit eða lag og texta.

Markhópur:
Kennarar á yngsta- og miðstigi, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva um allt land. 

Lýsing:
Ingibjörg segir frá fyrirkomulagi verkefnisins, þátttökumöguleikum og verðlaunahátíðinni. Eva, Blær og Steinunn fara yfir kennsluaðferðir og skemmtilegar leiðir til þátttöku í verkefninu. 

Markmið:
Að miðla aðferðum og leiðum til að virkja ímyndunarafl barna við að semja sögur. Bjóðum börnum að sjá og upplifa hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra! 

Skráning: Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér. Skráðir fá sendan tengil á námskeiðið í tölvupósti.

Nánari upplýsingar: sogur.verkefnastjorn@gmail.com