22. janúar 2026

YAMawards hefur opnað fyrir umsóknir

YAMawards


Umsóknarfrestur: 15. mars 2026 kl. 23:59 (CET)
📍Staðsetning: Helsingør í Danmörku
🌐 Umsókn: Hér

Þátttaka er opin öllum fagfólki sem vill flytja tónlist fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri — í boði eru sýningartónleikar (showcases), fyrirlestrar og YAMawards verðlaunahátíðin.
Leitað er að frumlegum lifandi tónlistarverkefnum fyrir unga áheyrendur sem fá að stíga á svið á YAMsession 2026 dagana 28. september – 1. október.

Afhverju YAMawards?
✔️ Listafólk fær tækifæri að koma fram fyrir framan alþjóðlega viðburðaskipuleggjendur og dagskrágerðarfólk víðsvegar úr heiminum
✔️ Fá tónlistina þína séða og bókaða af alþjóðlegum áhorfendum
✔️ Vera hluti af öflugu alþjóðlegu samfélagi sem mótar framtíð tónlista fyrir unga áheyrendur

YAMsession fer fram í nýju landi á hverju ári og býður upp á sýningar á fremstu tónlistarverkefnum fyrir unga áheyrendur frá Evrópu og víðar að úr heiminum, kraftmikið Framleiðendaþing (Producers Forum) sem og fjölbreytt úrval innblásinna kynninga og umræðna með alþjóðlegum fyrirlesurum.

Þátttakendur fá jafnframt tækifæri til að sækja YAMawards-verðlaunahátíðina, þar sem framúrskarandi tónlistarverkefni fyrir unga áheyrendur víðs vegar að úr heiminum eru heiðruð.

Skilyrði fyrir SHOWCASE-sýningum:

  • Sýningar skulu vera 30 mínútur að lengd.
  • Að hámarki 5 listamenn/flytjendur mega taka þátt í hverri sýningu.
  • Verkefnin þurfa að vera ferðahæf, bæði fyrir skóla og tónleikastaði.
  • YAMsession greiðir ekki ferðakostnað til Helsingør (Danmörku), en endurgreiðir 100 evrur á hvern listamann/einstakling.
  • YAMsession og samstarfsaðilar standa straum af öllum staðbundnum kostnaði á sýningardegi (gistingu og máltíðum).
  • Allar sýningar fá frían aðgang að allri dagskrá YAMsession.
  • Með umsókn skulu fylgja tæknilýsing (technical rider) og sviðsuppsetning (stage plan).
  • Framleiðendur geta leitað til staðbundinna JMI-aðila (www.jmi.net/members) eða opinberra styrktaraðila varðandi mögulegan stuðning.

Þetta segir tónlistarfólk sem hefur tekið þátt í YAMsession:

„Við áttum afar innihaldsríka og skemmtilega daga á YAMsession 2024 í Bodø, þar sem við kynntumst ótal áhugaverðu fólki og sköpuðum ný tengsl. Allt gekk snurðulaust – skipulag, tímasetningar, aðstæður og þátttaka barnanna sem áhorfenda. Við erum sérstaklega þakklát fyrir frábær viðbrögð við sýningunni okkar!“
Karin Nakagawa, Momonga (Svíþjóð)

„Að taka þátt í YAMsession var frábær reynsla! Í kjölfarið fengum við ótrúlega mörg tónleikaboð – fleiri en við komumst í raun yfir að sinna. Ég mæli eindregið með YAMsession, hvar sem hún er haldin. Þetta er stórkostlegur viðburður og einstakur sýningargluggi fyrir tónlistarfólk sem vinnur fyrir unga áheyrendur.“
Rune Thorsteinsson, Body Rhythm Factory (Danmörk)


Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara – komdu tónlistinni þinni til ungra áheyrenda um allan heim!

Lestu meira og sæktu um hér