Nú í vikunni heimsækja Valgerður Guðnadóttir og Hrönn Þráinsdóttir alla skóla á Suðurlandi með söngleikinn Björt í sumarhúsi. Ferðin hefst á Laugalandi í Holtum, Hellu og Hvolsvelli, þá Vestamannaeyjar, Klaustur, Vík, uppsveitir Árnessýslu og enda á föstudag á Selfossi.
Söngleikurinn Björt í sumarhúsi er eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld við texta Þórarins Eldjárns undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Þessar myndir voru teknar á lokaæfingu og er eins og myndir segja til um var líf og fjör á lokaæfingunni.
List fyrir alla óskar þeim stöllum góðrar ferðar og öllum börnum í 1.-4. bekk góðrar skemmtunar.