List fyrir alla ásamt norrænum samstarfsfélögum sínum, hefur fengið styrk frá norrænu-baltnesku áætluninni fyrir menningu til að hefja samstarf. Með hjálp fjármögnunar mun norrænt samstarf, sem hefur dvínað hægt og rólega undanfarin ár, eflast.
Samstarfsverkefnið kortleggur sameiginlegar áskoranir Norðurlandanna og miðlar þekkingu. Áhersla er lögð á bætt aðgengi grunnskólabarna að listviðburðum í hæsta gæðaflotti.
Norræna samstarfið á fulltrúa auk Íslands frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Aðilar Noregs eru Kulturtanken og Vestfoll-hérað. Frá Svíþjóð eru tveir svæðisbundnir rekstraraðilar, Region Västra Götaland og Region Sörmland, í Danmörk er það Levende musik i skolen og fyrir hönd Finnlands er Konserttikeskus, sem einnig leiðir verkefnisins. Fyrir hönd Íslands er barnamenningarverkefnið List fyrir alla, Skóla og frístundasvið Reykjavíku og Listaháskóli Íslands.
Netið mun hittast tvisvar á meðan á verkefninu stendur, í september í Bodø í Noregi í tengslum við YAMsession viðburðinn og í nóvember í Gautaborg í Svíþjóð. Auk þess er tilgangurinn að hittast á fjarfundum.
Stefnt er að og undirbúningur hafinn fyrir samstarfi til lengri tíma og verður sótt um frekari styrki til samstarfsins.