8. desember 2016

Baldursbrá og ferð og flugi.

Baldursbrá eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson eru þessa viku á ferð og flugi.

Tónlistin byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir sópran í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur Spóa og Jón Svavar Jósefsson baritón er Rebbi. Hrönn Þráinsdóttir spilar á píanó.

Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að grafa blómið upp og flytja það á efstu eggjar en þar vofir mikil hætta yfir. Næðingur og kuldi gera blóminu lífið leitt auk þess sem stórhættulegur hrútur eigrar þar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba vilja ólmir sýna að þeir séu orðnir fullorðnir og hyggjast fella hrútinn en hann er þeim sýnd veiði en ekki gefin. Dýrin hyggjast bjarga Baldursbrá og flytja hana heim í gömlu lautuna sýna en svarta þoka og eðlislæg misklíð þeirra á milli virðist ætla að koma í veg fyrir að blómið lifi ferðalagið af.

Yngstu börnin á Snæfellsnesi fengu þessa snillinga í heimsókn í gær. Sauðárkrókur, Varmahlíð og Skóli Austan vatna í dag og á morgun er það Skagaströnd, Hvammstangi og Blöndós og svo Akranes og nágrenni. Heppnir krakkarnir að fá þessi blóm og dýr í heimsókn.