17. apríl 2023

BIG BANG tónlistarhátíð fyrir ungt fólk í Hörpu þann 20. apríl

Big Bang Festival

Big Bang Festival er ævintýraleg evrópsk tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist og frítt á alla viðburði.
Tónlistarhátíðin var stofnuð árið 2010 af sex evrópskum samstarfsaðilum.
Fyrsta Big Bang hátíðin var  haldin í Hörpu í fyrra fyrir troðfullu húsi. Hátíðin verður aftur haldin í Hörpu 20. apríl 2023 kl. 11–17.

Markmið:

  • Að auka gæði, fagmennsku og samtal listamanna og viðburðahaldara sem koma að tónlistarviðburðum fyrir börn og ungmenni.
  • Að hvetja til samtals og samstarfs milli þeirra sem starfa að listum og menningu og þeirra sem semja og flytja tónlist fyrir börn.
  • Að hvetja tónlistarfólk til að semja nýja og fjölbreytta tónlist með börn í forgrunni.
  • Að auðga og bæta gæði þeirrar tónlistar sem börnum er boðið upp á.
  • Að móta verkefni sem þroska og þróa unga áhorfendur og hvetja börn til að fást við tónlist sem ekki er háð markaðslögmálum.
  • Að þróa verkfærakistu fyrir fólk sem vinnur með tónlist og tónlistarviðburði fyrir unga áheyrendur svo það geti bætt kunnáttu sína og færni.