Garðbæingar fögnuðu því að eiga hlutdeild í tónskáldinu Huga Guðmundssyni og kynna hann fyrir nemendum Garðabæjar.
Öllum 2. bekkjar nemendum var boðið af List fyrir alla í Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem þau hlýddu á Djáknann á Myrká eftir Huga í flutningi frábærra listamanna. Haukur Gröndal sem einnig er garðbæingur spilar á saxafón, Pétur Jónasson á gítar, Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Sverrir Guðjónsson var hér í hlutverki sögumanns
Í fréttinni segir:
Höfundurinn Hugi Guðmundsson var viðstaddur frumsýninguna en hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir list sína. Þess má geta að Hugi bjó í Garðabæ í æsku og stundaði m.a. nám við Tónlistarskóla Garðabæjar en hann býr nú og starfar í Danmörku sem tónskáld.
Hér má finna fréttina í heild