18. desember 2025

Hátíðarkveðja List fyrir alla

List fyrir alla þakkar fyrir frábært samstarf árið 2025.

Í ár hafa börn í 1. – 10. bekk um allt land fengið að njóta viðburða á vegum Listar fyrir alla sem voru einstaklega fjölbreyttir. Við þökkum liststofnunum og okkar frábæra listafólki sem miðla af þekkingu sinni til barna og ungmenna um allt land.
Við þökkum einnig öllum börnum, starfsfólki og kennurum grunnskólanna hjartanlega fyrir frábærar viðtökur.

Við hefjum nýja árið með heimsóknum í janúar til Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, þar sem hljómsveitin Bernskubrek kemur fram fyrir nemendur í 4.–6. bekk. Í kjölfarið taka við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem standa fram á vorið 2026.

Upplýsingar um viðburði má finna hér á síðunni undir Listviðburðir

Gleðilega hátíð!