3. september 2018

Haustfréttir

Þá er spennandi skóla-ár hafið og List fyrir alla komið með um 18 viðburði í hús til að senda af stað út um land allt.

Að sjálfsögðu gætum við þess að gefa góða mynd af þverskurði listgreina og eru viðburðir okkar góð blanda af:

  • Sviðslistum (leiklist og dans)
  • Tónlist
  • Myndlist
  • Hönnun og byggingalist
  • Bókmenntum

Þetta haustið verðum við einnig með viðburði í samstarfi við Listasafn ÍslandsSkaftfell-myndlistarmiðstöð Austurlands, Norræna húsið og Listaháskóla Íslands.

List fyrir alla hefur mikinn áhuga á alþjóðasamstarfi og erum við nú hægt að færa okkur út fyrir landsteinana með því að bjóða upp á viðburði frá Danmörku og Þýskalandi.

Nú hefst vinna við skipulagningu og munum við bjóða öllum grunnskólum landsins upp á listviðburð annaðhvort á haust- eða vorönn.

Við siglum spennt inn í haustið og hlökkum til samstarfs við listamenn og grunnskóla landsins!