Kvikmyndaklúbbur Evrópu. Stofnfundur í Bíó Paradís, sunnudaginn 5. nóvember klukkan 13:00. Þér er boðið í bíó
Kvikmyndaklúbbur Evrópu er ætlaður ungmennum á aldrinum 12-19 ára. Evrópska kvikmyndaakademían stendur að baki klúbbnum og samstarfsaðilar hér á landi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, Bíó Paradís og RIFF. Klúbburinn er vettvangur sem breiðir úr sér í kvikmyndahúsum og á netinu, þar sem ungmenni geta komið saman og horft á evrópskar kvikmyndir, rætt og jafnvel deilt eigin kvikmyndaverkum með öðrum. Ungt fólk og sérfræðingar í kvikmyndagerð setja saman dagskrána sem samanstendur af framúrskarandi evrópskum kvikmyndum.
Að þessu tilefni verður myndin Allt er í heiminum hverfullt (Everything will Change) sýnd í Bíó paradís sunnudaginn 5.nóvember klukkan 13:00. Frítt in en nauðsynlegt er að bóka miða hér
Dagskrá
13:00 – 13:10 Kynning á kvikmyndaklúbb Evrópu
13:10 – 14:43 Sýning á myndinni Allt er í heiminum hverfullt samtímis í bíóhúsum um alla Evrópu
14:43 – 15:10 Umræður um myndina sem Oddný Sen kvikmyndafræðingur stjórnar
15:15 – 15:45 Spurt og svarað með Marten Persiel leikstjóra og leikurum myndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og tilkynnt hvaða þrjár myndir eru tilnefndar sem bestu evrópsku myndirnar fyrir börn og ungmenni árið 2023
Allt er í heiminum hverfult (Everything Will Change)
Í fjarlægri veröld árið 2054 halda þrír ungir hugsjónamenn af stað í leiðangur í von um að finna svarið við því hvers vegna náttúrufegurð jarðarinnar sé horfin.
Svarið felst í fortíðinni og þegar þeir uppgötva lykilinn að þriðja áratugi tuttugustu og fyrstu aldarinnar – á meðan enn var von um farsæla framtíð, breytist allt.
Í þessari óvenjulegu vegamynd takast skáldskapurinn og vísindalegar staðreyndir á til að rannsaka mest knýjandi vanda okkar tíma: Útdauða dýrategundanna.
Við eigum val um framtíðina.
Umræður eftir myndina stjórnar Oddný Sen en einnig verður viðtal við leikstjóra myndarinnar Marten Persiel og leikara myndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað að lokinni sýningu myndarinnar.
Frítt inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir miðum hér: https://bioparadis.is/mynd/230_everything-will-change/?event=barnakvikmyndahatid
Viltu taka þátt í kvikmyndaklúbb Evrópu á netinu eða taka þátt í dómnefnd ungra áhorfenda? Sendu þá póst á okkur info@kvikmyndamidstod.is og við skráum þig til leiks.