15. nóvember 2025

Málæði á RÚV sunnudaginn 16. nóvember

Afrakstur Málæðis 2025 verður sýnt á RÚV kl. 19:45.
Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum –  það megi leika sér með það. Þátttakendum gafst möguleiki á að vinna með með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Klöru Elías, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ.
Kynnar eru Hólmfríður Hafliðadóttir og Killian Gunnlaugur E. Briansson.